BARÁTTAN GEGN AÐSKILNAÐARSTEFNU Í S-AFRÍKU: AÐGERÐIR Á ÍSLANDI

Norræna Afríkustofnunin stendur fyrir opinni málstofu í samstarfi við Afríku 20:20 og Mannfræðistofnun Háskóla Íslands. Málstofan hefur yfirskriftina Baráttan gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku: aðgerðir á Íslandi og verður haldin laugardaginn 21. febrúar kl. 10-12.30, í Norræna húsinu.

Norræna Afríkustofnunin í Uppsala hefur síðan 2003 unnið að því að taka saman gögn um þátttöku Norðurlandanna í frelsisbaráttu svarta meirihlutans í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnu (apartheid) þarlendra stjórnvalda. Afrakstur vinnunnar er skráður á heimasíðunni www.liberationafrica.se. Á Íslandi tók fólk þátt í þessari baráttu á mismunandi vettvangi. Hvaða lærdóm má draga af þeirri baráttu? Hvaða þýðingu hefur hún fyrir alþjóðlega samstöðu og hvað geta samtök sem í dag berjast fyrir afnámi misréttis og valdbeitningar lært af henni?

Dagskrá

10.00-10.10    Opnun málstofunnar

10.10-10.30    The Nordic Documentation Project on the Liberation Struggles in Southern Africa: Proscovia Svärd, verkefnisstjóri við Norrænu Afríkustofnunina

10.30-11.00    Baráttan gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku – aðgerðir á Íslandi: Gestur Svavarson stuðningsmaður mannréttinda

11.00-11.15    Kaffi

11.15-11.30    (Ó)manneskjuleg andlit í hnattrænni og staðbundinni aðskilnaðarstefnu: Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

11.30-11.45    Aðskilnaðarstefna – hver á sínum stað: Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands

11.45-12.00    Aðskilnaðarstefna í Ísrael og hernumdri Palestínu: Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður félagsins Ísland-Palestína

12.00 -12.25    Umræður

12.25 -12.30     Lokaorð: Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og formaður   félagsins Afríka 20:20

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis

Comments are closed.